Meistarar í Árbænum eða á Hlíðarenda?

Valsmenn eru með öruggt forskot á toppi deildarinnar á meðan …
Valsmenn eru með öruggt forskot á toppi deildarinnar á meðan Steven Lennon gæti mætt markamet efstu deildar. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir að ellefta umferðin í Pepsi Max-deild karla var loks leikin á sunnudaginn er 18 umferðum lokið (mínus einn leikur) og þá blasa við tvær stórar spurningar:

-Hvenær verður Valur Íslandsmeistari?

-Verður Steven Lennon fyrstur í sögunni til að skora 20 mörk í efstu deild karla?

Valsmenn geta orðið Íslandsmeistarar fimmtudagskvöldið 15. október þegar keppni heldur áfram eftir landsleikjahléið. Ef FH-ingum tekst ekki að sigra KA á Akureyri í leik sem hefst klukkan 15 um daginn á Greifavellinum verða Valsmenn meistarar á Würth-vellinum í Árbæ ef þeim tekst að sigra Fylki. Þá myndu þeir ná tíu eða ellefu stiga forskoti á FH með þrjár umferðir eftir.

Annars fá þeir tækifæri til að verða meistarar á sínum heimavelli mánudaginn 19. október þegar þeir taka á móti Fjölnismönnum.

Valsmönnum nægir að fá fjögur stig úr fjórum leikjum, svo framarlega sem FH vinnur ekki alla fjóra leiki sína og vinnur í leiðinni upp nítján marka forskot Hlíðarendaliðsins.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag ásamt úrvalsliði 11. og 14. umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert