Enn einn reynslubolti heim

Ragnar Sigurðsson er þrautreyndur landsliðsmaður.
Ragnar Sigurðsson er þrautreyndur landsliðsmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnar Sigurðsson, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnunni fyrr og síðar, er kominn heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku og hefur samið við Fylki til hálfs annars árs.

Þar með bætist enn einn reynsluboltinn við í úrvalsdeildina en hann er sjötti leikmaðurinn sem snýr heim á síðustu tólf mánuðum eftir langan feril erlendis. Sennilega hafa aldrei jafnmargir þrautreyndir íslenskir fótboltamenn leikið á sama tíma í efstu deild hér á landi.

Frá miðju sumri 2020 hafa Eggert Gunnþór Jónsson (FH), Matthías Vilhjálmsson (FH), Arnór Smárason (Val), Kjartan Henry Finnbogason (KR) og Theódór Elmar Bjarnason (KR) allir komið heim og gengið til liðs við íslensk félög. Með Ragnari eru þetta sex leikmenn sem hafa spilað samtals meira en 2.000 deildaleiki á ferlinum.

Á undan þeim hafa komið heim leikmenn á borð við Kára Árnason (Víkingi), Birki Má Sævarsson (Val) og Hannes Þór Halldórsson (Val), og Ragnar hittir nú í deildinni sex af þeim sem tóku þátt í EM-ævintýrinu með honum í Frakklandi sumarið 2016, þá Hannes, Birki Má, Kára, Theódór Elmar, Ingvar Jónsson (Víkingi) og Hauk Heiðar Hauksson (KA).

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert