Framboðum fjölgar til stjórnar KSÍ

Íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka gefur kost á sér til stjórnarsetu á aukaþingi KSÍ í byrjun október. 

Helga Helgadóttir lýsti þessu yfir á Twitter en hún hefur unnið í hreyfingunni bæði sem stjórnarmaður í félagi og þjálfari. 

Á mánudaginn verður birt hverjir gefa kost á sér í stjórnarkjörinu. mbl.is