Sjálfsagt þótti að fylgja áfengisbanni

Þegar ég var þrettán ára gutti austur á fjörðum náði fótboltalið staðarins þeim glæsilega árangri að vinna Austfjarðariðil gömlu 3. deildarinnar með yfirburðum og fara suður til að spila til úrslita um sæti í næstefstu deild.

Bæjarbúar fylktu sér á bak við liðið og studdu félagið dyggilega með fjárframlögum til að kosta ferðalagið.

Þegar liðið sneri aftur heim eftir ágætisframmistöðu fyrir sunnan áttu sumir erfitt með að fóta sig þegar þeir stigu út úr rútunni. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá fólkinu heima sem taldi sig ekki hafa verið að styrkja þá til að skemmta sér.

Í kjölfarið voru settar strangar reglur um algjört áfengisbann í keppnisferðum á vegum félagsins og þrátt fyrir alla sveitaballamenningu þess tíma fórum við sem skipuðum liðið næstu árin á eftir að öllum fyrirmælum, og þótti sjálfsagt.

Viðhorfspistil Víðis í heild sinni er að finna í Bakverði í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »