Búinn að skrifa undir í Vestmannaeyjum?

Andri Rúnar Bjarnason er að ganga til liðs við ÍBV …
Andri Rúnar Bjarnason er að ganga til liðs við ÍBV samkvæmt hlaðvarpsþættinum Dr. Football. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason er sagður vera búinn að skrifa undir samning við ÍBV sem leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Þetta var fulllyrt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Andri Rúnar, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með Esbjerg í dönsku B-deildinni undanfarin tvö tímabil en hann lék síðast með Grindavík í efstu deild hér á landi.

Tímabilið 2017 skoraði hann 19 mörk í 22 leikjum með liðinu og jafnaði um leið markamet efstu deildar.

Framherjinn á að baki 40 leiki í efstu deild með Víkingi úr Reykjavík og Grindavík en hann er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football kom einnig fram að FH hefði staðið til boða að fá Andra en Fimleikafélagið hafði ekki áhuga á honum.

Þá vildi Keflavík einnig semja við Andra en hann ákvað að endingu að semja við Eyjamenn.

mbl.is