Byrjunarlið Íslands: Damir leikur sinn fyrsta leik

Damir Muminovic byrjar inná í sínum fyrsta landsleik í dag.
Damir Muminovic byrjar inná í sínum fyrsta landsleik í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur vináttuleik við Suður-Kóreu klukkan 11. Þetta er seinni vináttuleikur liðsins á stuttum tíma en fyrri leikurinn var gegn Úganda og lauk með 1:1 jafntefli.

Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, leikur sinn fyrsta landsleik en hann byrjar í vörn Íslands. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur verið einn besti miðvörður efstu deildar í mörg ár en fær nú tækifærið með landsliðinu.

Arnar Þór Viðarsson gerir átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Úganda og það eru aðeins Arnór Ingvi Traustason, sem er áfram fyrirliði, Viktor Karl Einarsson og Ari Leifsson sem hefja leik í annað sinn í ferðinni.

Byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Alfons Sampsted
Damir Muminovic
Ari Leifsson
Davíð Kristján Ólafsson

Alex Þór Hauksson
Gísli Eyjólfsson
Viktor Karl Einarsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Sveinn Aron Guðjohnsen
Arnór Ingvi Traustason (f)

Leikurinn hefst klukkan 11:00 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert