Mættu margir taka sér þetta til fyrirmyndar

„Þeir eru með einn stuðbolta með sér þarna í Ruth Þórðar sem veit út á hvað þetta gengur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, þegar rætt var um Aftureldingu í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Helena, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, voru sérfræðingar þáttarins.

„Það er ekkert mál að vera lið í Reykjavík með enga stemningu en það er hugur í Mosfellingum með þetta lið, stemningin er mikil, og það mættu margir taka sér þetta til fyrirmyndar,“ sagði Helena meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Afturelding er nýliði í efstu deild.
Afturelding er nýliði í efstu deild. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert