Pressan er öll á Bjössa og Sif

„Stórt hrós á Selfyssingana að krækja í Sif [Atladóttur] og Bjössa [Björn Sigurbjörnsson] og að fá svona risa er ómetanlegt,“ sagði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, þegar rætt var um Selfoss í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Bryndís, Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Þetta er stór plús fyrir leikmennina því þeir geta farið pressulausir inn í mótið þar sem pressan er öll á Bjössa og Sif enda er búist við miklu af þeim tveimur,“ sagði Bryndís meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Landsliðskonan Sif Atladóttir er mætt á Selfoss ásamt eiginmanni sínum …
Landsliðskonan Sif Atladóttir er mætt á Selfoss ásamt eiginmanni sínum Birni Sigurbjörnssyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is