Sterkur sigur á Noregi

Byrjunarlið U18 ára liðs Íslands í dag.
Byrjunarlið U18 ára liðs Íslands í dag. Ljósmynd/Hulda Margrét Óladóttir

Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta vann í dag sterkan 3:1-sigur á Noregi í vináttuleik í Svíþjóð.

Hilmir Rafn Mikaelsson, Eggert Aron Guðmundsson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerðu mörk Íslands á 67., 75. og 85. mínútu og komu liðinu í 3:0. Norðmenn minnkuðu muninn í uppbótartíma.

Ísland mætir Svíþjóð í öðrum vináttuleik á laugardag. Leikið verður í Rudevi og verður flautað til leiks klukkan 13.

mbl.is
Loka