Veðbankar hafa mun meiri trú á Bosníu

Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði Íslands í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði Íslands í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Erlendir veðbankar hafa mun meiri trú á því að Bosnía fagni sigri þegar liðið tekur á móti Íslandi í J-riðli undankeppni EM 2024 sem hefst í kvöld.

Leikurinn fer fram í Zenica í Bosníu en um er að ræða fyrsta leik undankeppninnar hjá báðum liðum.

Liechtenstein, Lúxemborg, Portúgal og Slóvakía leika einnig í riðlinum en vonir standa til þess, hjá íslensku þjóðinni hið minnsta, að íslenska liðið muni berjast um annað sæti riðilsins við Bosníu og Slóvakíu.

Veðbankinn Coolbet telur líkurnar mun meiri á að Bosnía fagni sigri en stuðullinn á sigur Bosníu er 1,80. Stuðullinn á jafntefli er 3,57 og stuðullinn á íslenskan sigur er 4,90.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert