Naumur sigur Víkinga upp á Skaga

Gísli Gottskálk Þórðarson og Johannes Björn Vall í leiknum á …
Gísli Gottskálk Þórðarson og Johannes Björn Vall í leiknum á Akranesi í dag. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík höfðu betur gegn ÍA, 1:0, í 8. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Akranesvelli klukkan í dag.

Víkingur er í toppsæti deildarinnar með 21 stig. ÍA er í sjöunda með tíu. 

Fyrri hálfleikurinn var bragðdaufur en Víkingar sóttu meira. Víkingur fór að sækja í sig veðrið í upphafi síðari hálfleiks og á 54. mínútu leiksins fékk liðið umdeilda vítaspyrnu. 

Þá var Skagamaðurinn Marko Vardic í baráttunni við Danijel Dejan Djuric í vítateig ÍA og Erlendur Eiríksson dómari mat það sem svo að Vardic hafi togað Danijel niður. 

Vardic fékk i leiðinni rautt spjald sem aftasti maður. Helgi Guðjónsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. 

Skagamenn stóðu sig vel manni færri en þeim tókst þó ekki að jafna metin. Lokatölur 1:0 fyrir Víkingi. 

Víkingar heimsækja Breiðablik í næsta leik. ÍA heimsækir KA. 

ÍA 0:1 Víkingur R. opna loka
90. mín. Fimm mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert