Járn í járn strax í fyrsta leik

Línumaðurinn Igor Vori er enn í liði Króata sem mæta …
Línumaðurinn Igor Vori er enn í liði Króata sem mæta Serbum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Óhætt er að segja að eldfimari verði þeir vart handboltaleikirnir á stórmóti en þegar grannríkin Króatía og Serbía leiða saman hesta sína. Enn er grunnt á því góða milli þjóðanna, sem lengi hafa elt saman grátt silfur, svo ekki sé fastar að orði kveðið, en ekki eru nema rúmir tveir áratugir síðan blóðugt stríð ríkti á milli ríkjanna tveggja.

Þegar EM fór fram í Serbíu fyrir sex árum þurftu Króatar að fá vegabréfsáritun til þess að fara yfir landamærin til að fylgjast með liði sínu. Mörgum þótti þeir vera óhultir í Serbíu enda fylgdu brimvarðir vagnar serbneska hersins rútum þeim sem fluttu 1.000 stuðningsmenn Króata heim eftir viðureign þjóðanna í undanúrslitum keppninnar í Belgrad.

Króatar og Serbar mætast í A-riðli Evrópumótsins fljótlega eftir að Íslendingar og Svíar hafa lokið leik í Spaladium-íþróttahöllinni í Split. Þar verður ekkert gefið eftir. Reyndar hafa Serbar sagt að þeir leggi ekkert upp úr að vinna leikinn enda muni allt verða þeim mótdrægt í honum frá upphafi til enda þar sem leikurinn fari fram í Króatíu. Það er óvíst að þau orð Serba komi beint frá hjartanu. Enginn Serbi vill tapa fyrir Króata og öfugt.

Nánari umfjöllun og allt um Evrópumótið í handbolta í 16-síðna aukablaði um EM sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert