Ísland er eina von Serba

Igor Karatic sækir að íslensku vörninni í leik Króata og …
Igor Karatic sækir að íslensku vörninni í leik Króata og Íslands í Split í gærkvöld. Ljósmynd/Uros Hocevar

Það er ljóst eftir úrslitin í A-riðli Evrópumótsins í handknattleik í gær að Ísland og Serbía mætast í úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferðinni á morgun.

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar hjá Svíþjóð svöruðu tapinu gegn Íslandi í fyrsta leik með því að skella Serbum í gær, 30:25, og bæta þar með stöðu sína í riðlinum.

Svíar voru sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10, en Serbar virtust ætla að geta hleypt spennu í leikinn á ný eftir hlé. Þeir voru tveimur fleiri um tíma en fóru illa að ráði sínu og Svíar unnu öruggan sigur og kræktu í sín fyrstu stig í riðlinum. Serbar eru án stiga en eygja enn von um milliriðla með sigri gegn Íslandi.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM.
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar hafa tapað báðum leikjum sínum á EM. AFP

Annað tap Patreks

Patrekur Jóhannesson er í vandræðum með lærisveina sína hjá Austurríki eftir annað tap í B-riðli, nú fyrir heimsmeisturum Frakka 33:26. Austurríki var undir allan tímann, meðal annars fimm mörkum í hálfleik 17:12, og mátti að lokum sætta sig við sjö marka tap. Austurríki verður nú einfaldlega að vinna Noreg í lokaumferð riðilsins á morgun, en Frakkar eru hins vegar komnir áfram í milliriðil.

Austurríki mætir Noregi í lokaleiknum á morgun og dugir ekkert nema sigur til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í milliriðil.

Noregur vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi 33:28 og nældi í sín fyrstu stig. Austurríki er því eina þjóðin án stiga í riðlinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert