„Hefur örugglega soðið á honum“

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs FH í handknattleik var gestur í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun þar sem hann ræddi um íslenska handboltalandsliðið sem féll úr leik á Evrópumótinu í Króatíu í gær.

„Þetta var mjög sérstakt og viðtalið við Guðjón Val eftir leikinn lýsir þessu kannski best. Þetta var örugglega mikið sjokk fyrir hann og kannski var þetta síðasti leikur hans fyrir íslenska landsliðið. Maður veit það ekki.

Hann er í frábæru standi og maður vonar að hann fái betri leik sem lokaleik. Þetta var svona Pollyönu viðtal þar sem hann sagði að allt hafi verið frábært og þetta hafi verið skemmtilegur leikur. Innst inni hefur örugglega soðið á honum,“ sagði Halldór Jóhann en hægt er sjá allt viðtalið við Halldór Jóhann í hlekknum hér að neðan.

Viðtalið við Halldór Jóhann

mbl.is