„Hugsaði bara: Ég er að fara að skora“

Ekberg skoraði af miklu öryggi úr vítakastinu.
Ekberg skoraði af miklu öryggi úr vítakastinu. AFP

Hetja Svíþjóðar, Niclas Ekberg var í viðtali við sænsku sjónvarpsstöðina TV6 eftir að hafa tryggt þjóð sinni Evrópumeistaratitil í handbolta í kvöld.

Ekberg skoraði sigurmarkið úr vítakasti af gífurlegu öryggi þegar leiktíminn var runninn út. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið neitt sérstaklega stressaður þrátt fyrir hve mikið hafi verið í húfi.

„Ég hugsaði eiginlega ekki neitt. Ég hugsaði bara: Ég er að fara að skora. Og það var nákvæmlega það sem gerðist.“

Ekberg missti af stórum hluta mótsins vegna Covid-smits en sneri aftur í úrslitaleikinn og skoraði sigurmarkið. Hann blótaði veirunni og einangruninni í sand og ösku eftir leik en sagði það allt hafa verið þess virði eftir á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert