Merkileg samvinna City og United

Stoltur City aðdáandi þessa dagana.
Stoltur City aðdáandi þessa dagana. Reuters

„Það er náttúrlega ekkert annað en tær snilld að í hvert sinn sem aðdáendur Manchester United setja bensín á bílinn sinn eru þeir að styrkja Manchester City,“ segir poppstjarnan Noel Gallagher úr Oasis en kappinn er með dyggustu stuðningsmönnum Manchester City og kann sér vart kæti þessa dagana.

„Það kom að því að 40 ára dyggur stuðningur borgaði sig og svona líka. Hverjum hefði dottið í hug að svona samvinna gæti komið til þar sem United aðdáendur hreinlega styrkja andstæðing sinn með hverjum bensínlítranum?“

Þar vísar Gallagher til þess að nýr eigandi City er olíujöfur mikill en kannski full langsótt að ætla að allar bensínkrónur frá Manchester borg renni beint í vasa hins nýja eiganda.

mbl.is

Bloggað um fréttina