Hólmar Örn kominn á blað hjá West Ham

Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu með West Ham.
Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu með West Ham. www.whufc.co.uk

Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn á blað hjá West Ham en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gærkvöldi þegar hann gerði eina mark varaliðs félagsins sem tapaði 4:1 fyrir Fulham.

Hólmar gerði mark sitt með skalla eftir snaggaralega tekna hornspyrnu á 54. mínútu. Þetta var þriðji leikur varaliðsins sem er með 3 stig í fimmta sæti, tapaði fyrir Chelsea en lagði WBA.

mbl.is

Bloggað um fréttina