Gosling sló Liverpool útúr bikarnum

Dan Gosling og Leighton Baines fagna sigurmarki Goslings gegn Liverpool ...
Dan Gosling og Leighton Baines fagna sigurmarki Goslings gegn Liverpool í kvöld. Reuters

Táningurinn Dan Gosling tryggði Everton sætan sigur á nágrönnunum í Liverpool, 1:0, með marki undir lok framlengingar þegar liðin mættust í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Everton mætir þar með Aston Villa í 16-liða úrslitunum en Liverpool er úr leik.

Leikur Everton og Liverpool var aldrei mikið fyrir augað, en þeim mun meiri barátta einkenndi leikinn, sem á tíðum var frekar grófur. Steven Gerrard yfirgaf völlinn vegna meiðsla eftir aðeins 15 mínútur og því þurfti Torres að sýna hvers hann var megnugur. hann var hinsvegar slakur í kvöld, líkt og Liverpool liðið allt. Liverpool spilaði manni færri frá 76. mínútu þegar Luvas Leiva fékk sitt annað gula spjald og upp frá því voru leikmenn Everton aðgangsharðari. Þeir náðu þó ekki að skora í venjulegum leiktíma og því var framlengt.

Dan Gosling, 19 ára gamall sóknarmaður, reyndist hetja Everton þegar hann skoraði glæsilegt mark þegar aðeins þrjár mínútur lifðu af framlengingunni og er Everton því komið áfram í keppninni á kostnað erkifjendanna, 1:0.

 118. Dan Gosling, 19 ára gutti, skorar glæsilegt mark eftir sendingu frá Andy Van der Meyde. Everton er komið yfir og lítið eftir.

105. Hinn sjaldséði hvíti hrafn, Andy Van der Meyde, leysir Phil Neville af hólmi hjá Everton. 

101. Ryan Babel leysir Fernando Torres af hólmi hjá Liverpool. 

97. Osman á annað skot sem Reina ver, Gosling nær frákastinu en Reina ver aftur. Everton fær horn í kjölfarið, þar sem Tim Cahill skallar naumlega famhjá. Everton eru líklegir þessa stundina.

96. Osman á skot að marki Liverpool, en það er laust og varið auðveldlega.

 Framlenging.

Leikmönnum tókst ekki að skora í venjulegum leiktíma og því verður framlengt um 2 x 15 mínútur. skori leikmenn ekki á þeim tíma, verður farið í vítaspyrnukeppni.

76. Lucas Leiva fær sitt annað gula spjald hjá Liverpool og þeir því manni færri. 

71. Leon Osman skýtur í stöngina hjá Liverpool. 

69. Dirk Kuyt á skalla að marki en Howard ver auðveldlega. 

61. Alonso á góða sendingu á Riera, en Howard í marki Everton kemur til bjargar. Aðeins eitt skot hefur ratað á rammann í leiknum og það kom frá Liverpool.

Hálfleikur.

Ekki er mikið um færi í leik liðanna í kvöld, leikurinn einkennist af hörku og baráttu þar sem ekkert er gefið eftir. Mörkin láta þó standa á sér, en koma eflaust í síðari hálfleik. 

16. Steven Gerrard þarf að fara af velli vegna meiðsla. Yossi Benayoun kemur inná í hans stað. 0:0.

Byrjunarliðin:

Liverpool: Reina, Dossena, Carragher, Skrtel, Arbeloa, Kuyt, Alonso, Gerrard, Leive, Riera, Torres.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Lescott, Baines, Osman, Fellaini, Neville, Arteta, Pienaar, Cahill.

Aðrir leikir:

Aston Villa - Doncaster Rovers 3:1 Leik lokið.
Sidwell 15., Carew 19., Delfouneso 61. - Price 45.


Nottingham Forest - Derby County 2:3 Leik lokið.
Cohen 2., Tyson 14. (Víti), - Hulse 27., Green 60., Kommons 74.

Blackburn Rovers - Sunderland 2:1

mbl.is

Bloggað um fréttina