Ronaldo beið eftir Taylor í göngunum

Cristiano Ronaldo heldur um höfuðið og fellur í grasið eftir ...
Cristiano Ronaldo heldur um höfuðið og fellur í grasið eftir höggið sem hann hlaut hjá Taylor. Reuters

Skilja þurfti þá Cristiano Ronaldo og Steven Taylor í sundur í göngunum á St James Park í hálfleik í viðureign Newcastle og Manchester United í gærkvöld.

Undir lok fyrri hálfleiks ýtti Taylor hressilega á höfuð Ronaldos með þeim afleiðingum að Portúgalinn féll við og lenti undan í auglýsingaskilti fyrir utan völlinn. Töluvert uppistand varð eftir atvikið þar sem nokkrir leikmenn liðanna lentu í orðaskaki en Steve Bennett dómari náði að róa menn niður og veitti hann Taylor gult spjald og þótti mögum fyrirliði 21 árs landsliðs Englendinga sleppa vel.

Á leið til búningsherberja í hálfleik beið Ronaldo eftir Taylor í göngunum og sagði hann vera ömurlegan fótboltamann í slöku liði en Taylor svaraði að bragði og tjáði Ronaldo að hann væri ljótur leikmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina