Rooney fékk viðvörun

Wayne Rooney reynir að hrista John Terry af sér í …
Wayne Rooney reynir að hrista John Terry af sér í leiknum á Stamford Bridge í gær. Reuters

Enska knattspyrnusambandið gaf í dag Wayne Rooney, sóknarmanni Manchester United, viðvörun vegna framkomu hans eftir leikinn gegn Chelsea á Stamford Bridge í gær.

Rooney var óhress með frammistöðu Martins Atkinsons dómara í leiknum og þegar hann gekk af velli sagði hann: "12 í liði" í áttina að sjónvarpsmyndavélum.

Hann hafði áður fengið gula spjaldið fyrir að mótmæla sigurmarki Chelsea í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka