Ferguson: Algjör pína að horfa á leikina í sjónvarpinu

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að það hafi verið hálfgerð pína fyrir sig að fylgjast með leikjunum í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar í sjónvarpinu í gær og fyrradag.

Ferguson vonaðist til að fara með sína menn aftur í úrslitaleikinn og bæta þar upp fyrir tapið gegn Barcelona í fyrra en stjóranum varð ekki að ósk sinni. United tapaði fyrir Bayern München í átta liða úrslitunum en Bæjarar eru nú komnir í úrslit þar sem þeir mæta Inter.

,,Það var algjör pína að horfa á þessa leiki en þannig verður það þegar þú ert ekki sjálfur með. Þú verður að sjá þessa leiki í sjónvarpinu. Það hjálpar okkur tvímælalaust í undirbúningi okkar fyrir leikinn gegn Sunderland um helgina að hafa ekki verið að spila í Meistaradeildinni en ég veit hvað ég hefði sjálfur viljað. Sú eldraun að spila á miðvikudag og síðan á laugardegi er einmitt það sem við viljum hér,“ sagði Ferguson við MUTV sjónvarpið.


mbl.is