Benítez ráðinn þjálfari Inter til næstu tveggja ára

Rafael Benítez er orðinn þjálfari Inter.
Rafael Benítez er orðinn þjálfari Inter. Reuters

Evrópu- og Ítalíumeistarar Inter greindu frá því nú í hádeginu að Rafael Benítez hafi verið ráðinn liðsins og er samningur hans til tveggja ára. Benítez tekur við Inter-liðinu af Portúgalanum José Mourinho sem nýlega var ráðinn þjálfari Real Madrid.

Benítez verður kynntur til sögunnar á fréttamannafundi í Mílanó í dag en Spánverjinn samþykkti á dögunum starfslokasamning við Liverpool, sem hann hefur stýrt undanfarin sex ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina