Real Madrid hækkar tilboðið í Özil

Mesut Özil var frábær á HM og er eftirsóttur.
Mesut Özil var frábær á HM og er eftirsóttur. Reuters

Real Madrid hefur gert þýska liðinu Werder Bremen nýtt tilboð í þýska landsliðsmanninn Mesut Özil. Þýska liðið hafnaði í síðustu viku tilboði Madridarliðsins en nú hefur spænska liðið hækkað tilboðið og hefur boðið Bremen 14 milljónir evra í leikmanninn sem jafngildir 2,1 milljarði íslenskra króna.

Tilboðið sem Bremen hafnaði í síðustu viku hljóðaði upp á 9 milljónir evra en Özil, sem fór á kostum með Þjóðverjum á HM í sumar, á eitt ár eftir af samningi sínum félagið.

Sjálfur hefur Özil látið hafa eftir sér að hann vilji fara til Real Madrid en ensku liðin Manchester United og Arsenal hafa einnig haft augastað á þýska miðjumanninum.
mbl.is

Bloggað um fréttina