Eiður búinn að semja við Stoke

Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen Eggert Jóhannesson

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að semja við Stoke City. Arnór Guðjohnsen, faðir hans og umboðsmaður, staðfesti það við mbl.is þegar klukkan var tvær mínútur yfir fimm.

Lokað var fyrir félagaskiptin í Englandi stundvíslega klukkan fimm.

Stoke hefur einnig samið við Jermain Pennant sem kemur til félagsins frá Zaragoza á Spáni og keypt Marc Wilson af Portsmouth.

mbl.is

Bloggað um fréttina