Park kom United til bjargar

Park Ji-Sung er hér að skora fyrir Manchester United.
Park Ji-Sung er hér að skora fyrir Manchester United. Reuters

Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park var hetja Manchester United í dag þegar liðið marði Úlfanna, 2:1, á Old Trafford. Á þriðju mínútu í uppbótartíma skoraði Park sigurmarkið en hann skoraði einnig fyrra mark liðsins. Með sigrinum tókst United að minnka forskot Chelsea niður í tvö stig í toppsæti úrvalsdeildarinnar.

Man Utd - Wolves, 2:1

90. Leik lokið með 2:1 sigri Manchester United.

89. MARK!! 2:1 Park ætlar að vera hetja United í dag. Kóremaðurinn lék á tvo varnarmenn Úlfanna og skoraði með lúmsku skoti.

65. MARK!! 1:1 Úlfarnir hafa jafnað metin á Old Trafford. Blake skoraði með skoti rétt utan vítateigs. Boltinn fór á milli fóta Edwn van der Sar og í netið.

44. MARK!! 1:0 Park er búinn að koma Manchester United yfir á Old Trafford. S-Kóreumaðurinn fékk frábæra sendingu frá Fletcher og hann skoraði af miklu öryggi úr vítateignum.

25. Úlfarnir hafa svo sannarlega veitt United harða keppni á Old Trafford og hafa verið sterkari aðilinn.

5. Það var stutt viðvera hjá Hargreaves. Hann haltrar af velli og hefur lokið keppni. Spurning er hvort ferill hans sé nú ekki endanlega búinn. Bebé leysir Hargreaves af hólmi.

Man Utd: Van der Sar, Brown, Ferdinand, Vidic, Evra, Obertan, Fletcher, Hargreaves, O'Shea, Park, Hernandez. Varamenn: Kuszczak, Smalling, Scholes, Fabio Da Silva, Evans, Macheda, Bebe.


Wolverhampton: Hahnemann, Foley, Stearman, Berra, Ward, Edwards, Henry, Milijas, Jarvis, Doyle, Hunt. Varamenn: Hennessey, Van Damme, Elokobi, Ebanks-Blake, Fletcher, Mancienne, Mouyokolo

Úrslit í öðrum leikjum:

Birmingham - West Ham, 2:2
Jerome 64., Ridgwell 73. - Piquionne 48., Behrami 58.

Blackpool - Everton, 2:2
Eardley 10., Vaughan 48. - Tim Cahill 13., Coleman 50.

Fulham - Aston Villa, 1:1
Hangeland 90.- Albrighton 41.

Blackburn - Wigan, 2:1
Morten Gamst Pedersen 58., Roberts 68. - N´Zogbia79.

Sunderland - Stoke, 2:0
Asamoah Gyan 9., 86.

mbl.is

Bloggað um fréttina