Tveir frá Liverpool í versta liðinu

Christian Poulsen lengst til hægri hefur ekki gert það gott ...
Christian Poulsen lengst til hægri hefur ekki gert það gott síðan hann kom til Liveroool. Reuters

Tveir leikmenn Liverpool eru í versta liði tímabilsins sem af er í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en netmiðillinn goal.com hefur valið 11 verstu leikmennina í deildinni.

Stutt er í að tímabilið verði hálfnað í deildinni en eftir að Manchester City tapaði fyrir Everton í gær er ljóst að Manchester United situr á toppi deildarinnar nú þegar jólahátíðin gengur í garð.

Versta lið tímabilsins sem af er lítur þannig út:

Markvörður: Robert Green (West Ham)

Bakverðir: James Pearch (Newcastle), Paul Konchesky (Liverpool)

Miðverðir: Antolin Alcaraz (Wigan), Matthew Upson (West Ham).

Miðjumenn: Christian Poulsen (Liverpool), Ramires (Chelsea), Stephen Ireland (Aston Villa).

Framherjar: Mauro Boselli (Wigan), Carlton Cole (West Ham), Louis Saha (Everton).

mbl.is