Tveir frá Liverpool í versta liðinu

Christian Poulsen lengst til hægri hefur ekki gert það gott …
Christian Poulsen lengst til hægri hefur ekki gert það gott síðan hann kom til Liveroool. Reuters

Tveir leikmenn Liverpool eru í versta liði tímabilsins sem af er í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en netmiðillinn goal.com hefur valið 11 verstu leikmennina í deildinni.

Stutt er í að tímabilið verði hálfnað í deildinni en eftir að Manchester City tapaði fyrir Everton í gær er ljóst að Manchester United situr á toppi deildarinnar nú þegar jólahátíðin gengur í garð.

Versta lið tímabilsins sem af er lítur þannig út:

Markvörður: Robert Green (West Ham)

Bakverðir: James Pearch (Newcastle), Paul Konchesky (Liverpool)

Miðverðir: Antolin Alcaraz (Wigan), Matthew Upson (West Ham).

Miðjumenn: Christian Poulsen (Liverpool), Ramires (Chelsea), Stephen Ireland (Aston Villa).

Framherjar: Mauro Boselli (Wigan), Carlton Cole (West Ham), Louis Saha (Everton).

mbl.is