Liverpool staðfestir sölu á Torres

Fernando Torres ekur burt frá Melwood, æfingasvæði Liverpool, í dag.
Fernando Torres ekur burt frá Melwood, æfingasvæði Liverpool, í dag. Reuters

Liverpool staðfesti nú rétt í þessu á vef sínum að það hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup félagsins á spænska framherjanum Fernando Torres.

Liverpool hefur veitt honum leyfi til að ræða við Lundúnaliðið en talið er að kaupverðið sé um 50 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina