Er nóg fyrir Blatter að biðjast afsökunar?

Sepp Blatter forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.
Sepp Blatter forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Reuters

Sepp Blatter, hinum óútreiknanlega forseta FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandsins, hefur enn og aftur tekist að reita Englendinga til reiði.

Að þessu sinni með því að gera lítið úr kynþáttafordómum á meðal leikmanna og segja að í leikslok eigi menn bara að takast í hendur og ganga sáttir af velli.

Þessi orð viðhafði forsetinn í viðtali í vikunni og hefur síðan setið að mestu við sinn keip en um leið reynt að koma því á framfæri að hann og FIFA hafi barist ötullega gegn kynþáttafordómum í fótboltanum, meðal annars með því að sjá til þess að heimsmeistarakeppnin 2010 færi fram í Suður-Afríku.

Olía á eld í Englandi

Í Englandi eru tvö áberandi mál í gangi þar sem leikmenn eru sakaðir um kynþáttaníð. Annars vegar John Terry í garð Antons Ferdinands en það mál er til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London. Hinsvegar Luis Suárez í garð Patrice Evra en enska knattspyrnusambandið hefur kært Suárez. Báðir leikmennirnir sem í hlut eiga harðneita og segjast saklausir. Þessi mál hafa valdið talsverðu fjaðrafoki í Englandi og ummæli Blatters voru því eins og olía á eld fyrir marga.

Eftir það sem forsetinn lét frá sér fara hafa m.a. Rio Ferdinand (bróðir Antons), David Beckham, Gordon Taylor, formaður samtaka atvinnuknattspyrnumanna í Englandi, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, farið hörðum orðum um Blatter og ummæli hans. Kröfur um að forsetinn segi af sér eru háværar.

Ítarlega fréttaskýringu Víðis má lesa í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Bloggað um fréttina