City með þriggja stiga forystu

Yaya Touré skallar boltann í mark Liverpool og kemur City ...
Yaya Touré skallar boltann í mark Liverpool og kemur City í 2:0. Reuters

Manchester City náði í kvöld þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að vinna öruggan sigur á Liverpool, 3:0, á Etihad-leikvanginum.

Sergio Agüero og Yaya Touré komu City í 2:0 í fyrri hálfleik. Gareth Barry var rekinn af velli á 73. mínútu en tíu leikmenn City fengu vítaspyrnu mínútu síðar og James Milner skoraði úr henni og innsiglaði sigurinn.

Tottenham sigraði WBA, 1:0, þar sem Jermain Defoe skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Tottenham er þá þremur stigum á eftir Manchester United, sem sækir Newcastle heim annað kvöld og getur þá náð grönnum sínum í City á ný.

Staða efstu liða er þessi: Manchester City 48, Manchester United 45, Tottenham 42, Chelsea 37, Arsenal 34, Liverpool 34.

Sunderland er komið af mesta hættusvæðinu og reyndar alla leið uppí 10. sætið eftir góðan 4:1 útisigur á Wigan, sem hinsvegar situr eftir í fallsæti. Martin O'Neill er heldur betur búinn að snúa blaðinu við með lið Sunderland eftir að hann tók þar við sem knattspyrnustjóri á dögunum.

Neðstu lið: WBA 22, Wolves 17, QPR 17, Wigan 15, Blackburn 14, Bolton 13.

Staðan í leikjunum:

19.45 Tottenham - WBA 1:0. LEIK LOKIÐ
19.45 Wigan - Sunderland 1:4. LEIK LOKIÐ
20.00 Man.City - Liverpool 3:0. LEIK LOKIÐ

21.51 - Flautað til leiksloka á Etihad og City vinnur öruggan sigur á Liverpool, 3:0.

21.46 - Joe Hart í marki City ver hörkuskot frá Craig Bellamy og svo aftur frá Maxi í kjölfarið.

21.41 - Tottenham sigrar WBA 1:0 og Sunderland vinnur Wigan á útivelli, 4:1.

21.36 - Adam Johnson hjá Manchester City á þrumuskot í stöngina á marki Liverpool á 80. mínútu!

21.31 - MARK - 3:0. Manchester City fær vítaspyrnu á 74. mínútu þegar Martin Skrtel brýtur á Yaya Touré. James Milner tekur spyrnuna og skorar af öryggi. Sendir boltann nánast uppí markvinkilinn hægra megin. Tíu leikmenn City fljótir að skora eftir brottvísun Barrys!

21.29 - RAUTT - Gareth Barry miðjumaður City fær sitt annað gula spjald á 73. mínútu, fyrir brot á Daniel Agger, og er þar með rekinn af velli.

21.28 - MARK - 1:4. Þá eru úrslitin ráðin í Wigan því Sunderland var að gera fjórða markið sitt. David Vaughan var þar á ferð á 80. mínútu.

21.21 - MARK - 1:3. Sunderland kemst í þægilega stöðu á ný gegn Wigan þegar Stephane Sessegnon skorar á 73. mínútu, 1:3.

21.13 - Steven Gerrard og Craig Bellamy koma inná hjá Liverpool á 57. mínútu, í staðinn fyrir Charlie Adam og Dirk Kuyt.

21.10 - MARK - 1:2. Wigan minnkar muninn gegn Sunderland þegar Hugo Rodallega skorar á 62. mínútu.

21.08 - MARK - 1:0. Jermain Defoe kemur Tottenham yfir gegn WBA, 1:0, á 63. mínútu, eftir sendingu frá Gareth Bale.

21.03 - MARK - 0:2. Sunderland bætir við marki gegn Wigan, James McClean skorar á 55. mínútu, 0:2.

20.52 - Seinni hálfleikur hafinn hjá Tottenham - WBA og Wigan - Sunderland.

20.46 - Hálfleikur hjá Manchester City og Liverpool og staðan er 2:0.

20.37 - Hálfleikur hjá Wigan og Sunderland og staðan er 0:1.

20.36 - Hálfleikur hjá Tottenham og WBA og staðan er 0:0.

20.36 - MARK - 0:1 - Sunderland nær forystunni í Wigan í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Craig Gardner skorar.

20.33 - MARK - 2:0 - Yaya Touré bætir öðru marki City við á 33. mínútu með skalla eftir hornspyrnu!

20.32 - Pepe Reina í marki Liverpool ver skalla frá Vincent Kompany eftir hornspyrnu á glæsilegan hátt.

20.22 - Wigan á tvö stangarskot gegn Sunderland með nokkurra sekúnda millibili. David Jones þrumar í stöngina, Ben Watson fylgir á eftir og skýtur líka í stöng.

20.17 - Tveir farnir meiddir af velli á White Hart Lane. Fyrst Jerome Thomas hjá WBA á 27. mínútu og síðan Sandro hjá Tottenham á 30. mínútu.

20.11 - MARK - 1:0. Manchester City nær forystunni. Sergio Agüero fær boltann og nær óvæntu skoti af rúmlega 20 m færi á 10. mínútu. Pepe Reina virðist eiga að verja en boltinn fer undir hann og í markið!

20.07 - Sannkallað dauðafæri Liverpool, Stewart Downing kemst einn gegn Joe Hart í marki City sem ver glæsilega frá honum!

20.00 - Flautað til leiks hjá Manchester City og Liverpool.

19.45 - Flautað til leiks hjá Tottenham - WBA og Wigan - Sunderland.

Liðin:

Lið Man.City: Hart, Richards, Kolo Touré, Kompany, Clichy, Yaya Touré, Barry, Silva, Milner, Aguero, Dzeko.
Varamenn: Pantilimon, Lescott, A. Johnson, Kolarov, Zabaleta, Savic, de Jong
Lið Liverpool: Reina, Enrique, Johnson, Skrtel, Agger, Spearing, Adam, Downing, Henderson, Kuyt, Carroll.
Varamenn: Doni, Gerrard, Maxi, Carragher, Shelvey, Kelly, Bellamy.

Lið Tottenham: Friedel, Walker, Kaboul, Gallas, Assou-Ekotto, Van der Vaart, Modric, Sandro, Bale, Adebayor, Defoe.
Varamenn: Cudicini, Pavlyuchenko, Giovani, Bassong, Kranjcar, Rose, Livermore.
Lið WBA: Foster, Jones, Dawson, McAuley, Shorey, Cox, Thorne, Scharner, Dorrans, Thomas, Odemwingie.
Varamenn: Fulop, Tchoyi, Morrison, Jara Reyes, Mantom, Tamas, Fortune.

Lið Wigan: Al Habsi, Gohouri, Alcaraz, McCarthy, Crusat, Watson, Gomez, Jones, Rodallega, Stam, Figueroa.
Varamenn: Pollitt, Di Santo, Moses, McArthur, Boyce, Sammon, Diame.
Lið Sunderland: Mignolet, Gardner, Colback, Kilgallon, O'Shea, Richardson, McClean, Cattermole, Vaughan, Sessegnon, Bendtner.
Varamenn: Carson, Ji, Meyler, Elmohamady, Noble, Lynch, Laing.

Sergio Agüero skorar fyrir Manchester City í leiknum í kvöld, ...
Sergio Agüero skorar fyrir Manchester City í leiknum í kvöld, 1:0. Reuters
Sergio Agüero fagnar eftir að hafa komið City yfir í ...
Sergio Agüero fagnar eftir að hafa komið City yfir í leiknum í kvöld. Reuters
Gareth Bale hjá Tottenham reynir skot að marki WBA í ...
Gareth Bale hjá Tottenham reynir skot að marki WBA í leiknum í kvöld en Paul Scharner reynir að stöðva hann. Reuters
Reyndur bekkur! Steven Gerrard, Craig Bellamy og Jamie Carragher fylgjast ...
Reyndur bekkur! Steven Gerrard, Craig Bellamy og Jamie Carragher fylgjast með leiknum af varamannabekk Liverpool. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina