Swansea komið með stjóra í sigtið

Leikmenn Swansea.
Leikmenn Swansea. Reuters

Swansea hefur fengið leyfi hjá forráðamönnum Wigan til að ræða við Graeme Jones um að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Swansea í stað Brendans Rodgers sem tekur við liði Liverpool á morgun.

Jones hefur verið aðstoðarstjóri hjá Wigan en hann þekkir vel til hjá Swansea. Hann var við störf hjá velska liðinu en ákvað að fylgja Roberto Martinez þegar hann var ráðinn stjóri Wigan árið 2009.


mbl.is