Gylfi færist nær Liverpool

Gylfi Þór.
Gylfi Þór. Ljósmynd/swanseacity.net

Liverpool hefur hafið viðræður við þýska liðið Hoffenheim um kaup á Gylfa Þór Sigurðssyni að því er fréttavefur BBC greinir frá í dag.

BBC telur mjög líklegt að Gylfi skrifi undir samning við Liverpool í næstu viku en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gjarnan fá Íslendinginn til Anfield en Gylfi lék undir hans stjórn hjá Swansea.

mbl.is