Kristján til liðs við Snæfell

Kristján Pétur Andrésson handsalar samninginn við Hólmara.
Kristján Pétur Andrésson handsalar samninginn við Hólmara.

Körfuknattleiksmaðurinn Kristján Pétur Andrésson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Snæfell og snýr þar með aftur til Stykkishólms eftir að hafa spilað með KFÍ á Ísafirði undanfarin tvö ár. Frá þessu er greint á  vef Snæfells.

Kristján spilaði 18 leiki með KFÍ í úrvalsdeildinni síðasta vetur og var þar með 12.4 stig og 5.3 fráköst að meðaltali.

mbl.is