Samið um Tévez - flýgur til Ítalíu í dag

Tévez spilar nær örugglega í Seríu A næsta vetur.
Tévez spilar nær örugglega í Seríu A næsta vetur. AFP

Sky Sports greinir frá því í morgun að Juventus og Manchester City hafi komist að samkomulagi um kaupverð á argentínska framherjanum Carlos Tévez en hann virðist nú nær örugglega á leið til Tórínó.

Forráðamenn Juventus flugu til London í gær til að hitta kollega sína hjá City-liðinu í þeim tilgangi að semja um kaup á Tévez.

Argentínumaðurinn flýgur í dag til Ítalíu þar sem hann mun ræða um kaup og kjör við Juventus sem hefur, samkvæmt frétt Sky Sports, boðið Tévez þriggja ára samning.

Juventus greiðir fyrir leikmanninn um 10 milljónir punda en við það bætast svo einhverjar árangurstengdar greiðslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina