Evra til Mónakó fái United Baines?

Patrice Evra.
Patrice Evra. AFP

Patrice Evra fyrirliði Manchester United er sagður vera að tilbúinn að fara til Mónakó fari svo að United takist að fá bakvörðinn Leighton Baines til liðs við sig frá Everton.

Everton hefur þegar hafnað fyrsta tilboði Manchester United í vinstri bakvörðinn en líklegt er að ensku meistararnir hækki tilboð sitt í leikmanninn.

Evra er á sínu síðasta ári á samningi við Manchester United en hann fór einmitt frá Mónakó til Manchester-liðsins árið 2006.

mbl.is