De Guzman aftur lánaður til Swansea

Jonathan de Guzmán small vel inn í lið Swansea á …
Jonathan de Guzmán small vel inn í lið Swansea á síðustu leiktíð. AFP

Hollenski miðjumaðurinn Jonathan de Guzmán mun leika áfram með deildabikarmeisturum Swansea á komandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið lánaður frá spænska félaginu Villarreal út leiktíðina.

De Guzmán, sem er 25 ára og á að baki 5 landsleiki fyrir Holland, var einnig á láni hjá Swansea á síðustu leiktíð. Hann skoraði þá átta mörk fyrir Swansea og Huw Jenkins stjórnarformaður er ánægður með að málið sé í höfn.

„Það eru allir hæstánægðir með að lánssamningurinn skuli hafa verið framlengdur. Jonathan skoðar svo framtíð sína næsta sumar,“ sagði Jenkins.

Swansea hefur fest kaup á tveimur leikmönnum í sumar en það eru spænski varnarmaðurinn Jordi Amat og spænski miðjumaðurinn José Canas.

mbl.is