Mourinho búinn að koma sér í vandræði

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er búinn að koma sér í vandræði með ummælum sínum um framherja liðsins.

Mourinho átti spjall við eiganda svissneska úraframleiðandans Hublot sem hann hélt að væri einkasamtal en franska sjónvarpsstöðin Canal Plus tók það upp og í samtalinu sagði Mourinho meðal annars:

„Ég er með lið sem hefur engan framherja. Vandamálið hjá Chelsea er það að okkur vantar markaskorara. Ég er með einn, Samuel Eto'o, en hann er 32 ára gamall, kannski 35, hver veit?“ sagði Portúgalinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina