Özil úr leik næstu vikurnar

Mesut Özil.
Mesut Özil. AFP

Þjóðverjinn Mesut Özil verður ekki með liði Arsenal næstu vikurnar í það minnsta. Þetta staðfestir Arsene Wenger en Özil tognaði í læri í viðureign Arsenal og Bayern München í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Özil, sem hefur verið gagnrýndur fyrir slaka spilamennsku með Arsenal síðustu mánuði, kemur til með að missa af leikjum sinna manna gegn Tottenham, Chelsea og Manchester City en honum var skipt út af í hálfleik eftir að hann kenndi sér meins í lærinu undir lok fyrri hálfleiksins í gær.

mbl.is