Höfnuðu 18 milljónum frá Newcastle

Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette. AFP

Franska knattspyrnufélagið Lyon hefur hafnað 18 milljón punda tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle í framherjann Alexandre Lacazette, samkvæmt frétt í franska blaðinu L'Equipe í dag.

Lacazette, sem er 24 ára gamall Frakki og á 10 landsleiki að baki, hefur skorað sex mörk í fimmtán leikjum fyrir Lyon í frönsku 1. deildinni í vetur og er markahæsti leikmaður liðsins. Newcastle hefur gengið illa að skora og er að leita að sóknarmanni. Liðið er í þriðja neðsta sæti á Englandi og hefur aðeins gert 19 mörk í fyrstu 20 leikjunum.

mbl.is