Sánchez er ekki tilbúinn

Alexis Sánchez í leik með Arsenal.
Alexis Sánchez í leik með Arsenal. AFP

Alexis Sánchez verður ekki með Arsenal á miðvikudagskvöldið þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sánchez er að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í lok nóvember og þýddu að hann missti alveg af leikjum desembermánaðar og byrjun nýs árs. Hann er byrjaður að æfa en Arsene Wenger sagði á fréttamannafundi í morgun að það væri of snemmt að tefla honum fram á Anfield.

„Það er of snemmt en kannski verður hann klár á sunnudaginn,“ sagði Wenger en þá verður Arsenal aftur á ferðalagi og heimsækir þá Stoke City.

mbl.is