Rauða spjaldið dregið til baka

Kyle Naughton, leikmaður Swansea.
Kyle Naughton, leikmaður Swansea. AFP

Kyle Naughton, leikmaður Swansea City í ensku úrvalsdeildinni, fer ekki í bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Sunderland, en aganefnd  enska knattspyrnusambandsins dróg það til baka í dag.

Swansea tapaði fyrir Sunderland 4:2 á Liberty-leikvanginum í Wales en Naughton fékk að líta rauða spjaldið á 37. mínútu í stöðunni 1:1. Andre Ayew kom Swansea yfir stuttu síðar en í síðari hálfleik kláraði Sunderland dæmið með þremur mörkum.

Dómurinn þótt ansi harður en margir spekingar voru á því að gult spjald hefði verið meira en nóg fyrir brotið sem átti sér stað. Enska knattspyrnusambandið ákvað í dag að draga spjaldið til baka eftir að hafa farið ítarlega yfir það en hægt er að sjá brotið hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert