Samningurinn um Martial lak á netið

Anthony Martial, framherji Manchester United á Englandi.
Anthony Martial, framherji Manchester United á Englandi. AFP

Samningur AS Monaco og Manchester United um franska framherjann, Anthony Martial, lak á netið í dag, en franskir fjölmiðlar greina frá þessu. Enska félagið þarf að greiða út verulega háa fjárhæð fyrir þennan efnilega framherja.

Manchester United keypti Martial frá Monaco síðasta sumar, en hann var keyptur á lokadegi félagaskiptigluggans. Talið var að United hefði borgað 36 milljónir evra út fyrir hann, en að síðar gæti verðmiðinn hækkað upp í 58 milljónir evra.

Fjölmiðlar rætt og ritað um fjárhæðina en ekki eru þó allir sammála. Það hefur þó loksins fengist staðfest verðið á honum, en samningur Monaco og Manchester United lak á netið í dag. Þar má sjá að United þarf að borga verulega fjárhæðir fyrir hann næstu árin.

Í samningnum kemur fram að United borgaði 20 milljónir evra í fyrstu greiðslu, en þann 1. júlí 2016 borgi félagið aðrar 30 milljónir evra. Í samningnum eru svo margir bónusar, en hér fyrir neðan má samninginn í heild sinni.

Samningur Manchester United og Monaco

Upphæð greidd við kaup á leikmanninum: 20.000.000
Upphæð greidd þann 1. júlí næstkomandi: 30.000.000

Bónusar í samningnum

25 mörk í keppnisleikjum fyrir Manchester United: €10.000.000
25 landsleikir fyrir franska landsliðið: €10.000.000
Tilnefning til Ballon d'Or verðlauna: €10.000.000

Það kemur einnig fram í samningnum að ef Manchester United selur hann dýrara en félagið keypti hann þá þurfi félagið að deila hagnaðinum með Monaco. Franska félagið fer fram 50% hagnað af næstu sölu.

Þess má til gamans geta að Martial er búinn að skora 9 mörk fyrir United á sínu fyrsta tímabili og þá hefur hann leikið 6 A-landsleiki fyrir Frakkland. Með þessu áframhaldi þá neyðist United til þess að greiða hátt í 80 milljónir evra fyrir Martial.

Hægt er að skoða samninginn með því að ýta á tengilinn hér fyrir neðan.

Samningur Man Utd og Monaco um Martial

25 landsleikir og Monaco fær 10 milljónir evra í vasann.
25 landsleikir og Monaco fær 10 milljónir evra í vasann. AFP
mbl.is