Liverpool vann þægilegan sigur

Liverpool mætti D deildarliðinu Exeter í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á Anfield, heimavelli Liverpool, í kvöld.

Leikurinn var nokkuð þægilegur fyrir heimamenn sem fóru með öruggan 3:0 sigur af hólmi. 

Joe Allan kom Liverpool yfir með öðru marki sínu fyrir Liverpool á tímabilinu, en Allen tryggði Liverpool stig með jöfnunarmarki sínu gegn Arsenal fyrir sléttri viku. 

Sheyi Ojo skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool á leiktíðinni og tvöfaldaði forystu Liverpool og Joao Carlos Teixeira rak síðan síðasta naglann í líkkistu Exeter. 

Liverpool mætir West Ham í fjórðu umferð keppninnar á Anfield 30. janúar. 

90. Leik lokið með 3:0 sigri Liverpool. 

82. MARK. Liverpool - Exeter 3:0. Teixeira geirneglir sigur Liverpool með marki með skoti á nærstöngina eftir góðan undirbúning frá Christian Benteke. 

72. MARK. Liverpoo - Exeter 2:0.  Sheyi Ojo tvöfaldar forystu Liverpool með fyrsta marki sínu fyrir Liverpool á leiktíðinni. Ojo snýr boltann huggulega upp í fjærhornið með skoti af vítateigshorninu. 

54. Jordan Ibe, leikmaður Liverpool, með bylmingsskot sem hafnar í þverslánnni og fer niður á línuna. Boltinn fer klárlega ekki inn.  

50. Skipting hjá Liverpool. Connor Randall fer af velli og Jon Flanagan kemur inná í sínu fyrsta leik fyrir aðalliðið í háa herrans tíð. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Anfield. 

45. Hálfleikur á Anfield. 

19. Benteke, framherji Liverpool, með skalla yfir í dauðafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Teixeira.

10. MARK. Liverpool - Exeter 1:0. Joe Allen kemur Liverpool yfir með skoti af markteignum eftir laglegan undirbúning hjá Christian Benteke og Brad Smith. Þetta er annað mark Joe Allen á tímabilinu, en hann skoraði jöfnunarark Liverpool gegn Arsenal á dögunum. 

4. Benteke, framherji Liverpool, með fyrsta skot leiksins, en það er laflaust og beint á Olejnik, markvörð Exeter sem ver auðveldlega. 

1. Leikurinn er hafinn á Anfield. 

0. Sigurvegari úr leik liðanna í kvöld mætir West Ham á Boleyn Ground, heimavelli West Ham í fjórðu umferð keppninnar. 

0. Liðin þurfa að mætast á nýjan leik þar sem liðin gerðu 2:2 jafntefli á St. James' Park, heimavelli Exeter föstudaginn 8. janúar. 

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Randall, Ilori, Enrique, Smith, Brannagan, Allen, Stewart, Ibe, Teixeira, Benteke.

Byrjunarlið  Exeter: Olejnik, Butterfield, Woodman, Ribeiro, Oakley, Holmes, Davies, Morrison, Nicholls, Moore-Taylor, Brown.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert