Fleiri lið í baráttuna um Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Veðmálafyrirtækið BETVICTOR hefur sett Middlesbrough í þriðja sæti á listann yfir líkleg lið til að reyna að krækja í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea City.

Middlesbrough þarf nauðsynlega á leikmanni að halda sem getur fært því mörk en Gylfi hefur haldið Swansea á floti á tímabilinu. Hann hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í deildinni og hefur lagt upp sex mörk.

Líkurnar á að Middlesbrough blandi sér í baráttuna eru 5:1 samkvæmt BETVICTOR. Everton er í fyrsta sæti á listanum með líkurnar 3:1 og West Ham kemur þar á eftir með 4:1.

Nær engar líkur eru á að Swansea láti Gylfa fara nú í janúarglugganum en hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við velska liðið eftir Evrópumótið í Frakklandi og er samningsbundinn því til ársins 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert