Arsenal ekki búið að tala við Tuchel

Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel. AFP

Arsenal segir ekkert til í þeim sögum að félagið hafi sett sig í samband við Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra þýska félagsins Dortmund. Samkvæmt þýska miðlinum Bild hefur Arsenal mikinn áhuga á að Tuchel taki við þjálfun liðsins af Arsene Wenger. 

Wenger verður samningslaus eftir tímabilið og þykir það nokkuð líklegt að hann yfirgefi enska félagið eftir rúmlega 20 ár sem þjálfari liðsins. Stuðningsmenn Arsenal eru margir hverjir búnir að fá nóg af Frakkanum og vilja hann burt. 

Tuchel tók við Dortmund af Jürgen Klopp sumarið 2015. Dortmund er sem stendur í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og í 3. sæti þýsku A-deildarinnar. 

mbl.is