Svartir stjórar fá engan séns

Andy Cole og Dwight Yorke eigar góðar minningar frá Old ...
Andy Cole og Dwight Yorke eigar góðar minningar frá Old Trafford. Reuters

Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt það hversu fáir knattspyrnustjórar séu dökkir á hörund. Sjálfur fái hann ekki einu sinni starfsviðtal.

Yorke er 45 ára gamall og sagðist í samtali við BBC vita af því að svartir leikmenn sem lögðu skóna á hilluna hafi ekki farið út í þjálfun því þeir vissu að þeir gætu aldrei fengið starf.

„Ef það er ekki vegna hörundslitar þeirra, segðu mér þá hvað það er,“ sagði Yorke. Hann velti upp þeirri hugmynd að svartir leikmenn gætu þurft að fara í verkfall til þess að vekja athygli á málunum.

„Það þætti eðlilegt að einstaklingar eins og ég sem hafa þegar skapað sér nafn í knattspyrnuheiminum væru eftirsóttir í störf, en maður fær ekki einu sinni viðtal. Á meðan þeir sem eru hvítir eru að ganga á milli starfa, reknir héðan og þaðan en fá alltaf annað starf. Þetta kalla ég ekki sanngjarnt,“ sagði Yorke.

Samkvæmt BBC eru aðeins tveir knattspyrnustjórar í efstu fjórum deildum Englands dökkir á hörund. Það eru þeir Keith Curle hjá Charlisle og Chris Hughton, sem stýrði Brighton upp í úrvalsdeildina á dögunum.

Sjá frétt BBC.

Chris Hughton.
Chris Hughton. AFP
mbl.is