Koeman óttast að Barkley yfirgefi Everton

Ross Barkley gæti yfirgefið Everton eftir leiktíðina.
Ross Barkley gæti yfirgefið Everton eftir leiktíðina. AFP

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, óttast að Ross Barkley yfirgefi félagið eftir leiktíðina. Samningur Barkley við Everton rennur út eftir tímabilið og hefur Koeman áður sagt að félagið muni selja miðjumanninn, skrifi hann ekki undir nýjan samning í sumar. 

„Ef við bjóðum leikmanni góðan samning þýðir það auðvitað að við viljum halda honum. Ef við viljum ekki halda honum bjóðum við honum ekki nýjan samning. Við höfum boðið Barkley nýjan samning en hann er búinn að taka sér langan tíma í að hugsa sig um.“

„Hvort sem hann verður áfram eða fer annað ætlum við að leita að mönnum í hans stöðu. Ef hann verður áfram verður samkeppnin meiri,“ sagði Koeman að lokum. 

mbl.is