Sampdoria með augastað á Wilshere

Jack Wilshere í leik með Bournemouth á síðustu leiktíð.
Jack Wilshere í leik með Bournemouth á síðustu leiktíð. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Sampdoria er á höttunum eftir enska miðjumanninum Jack Wilshere, leikmanni Arsenal.

Fregnir frá Ítalíu herma að Sampdoria hafi boðið Arsenal 6 milljónir punda í Wilshere sem var í láni hjá Bournemouth á síðustu leiktíð þar sem hann lék 27 deildarleiki en náði ekki að skora.

Það eru fleiri lið en Sampdoria sem hafa sóst eftir kröftum Wilshere sem hefur verið ákaflega óheppinn með meiðsli á ferli sínum. Crystal Palace er með miðjumanninn í sigtinu og þá hefur Bournemouth áhuga á að halda leikmanninum í sínum röðum.

mbl.is