Jói Berg og félagar lögðu meistarana

Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í dag. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley unnu magnaðan 3:2 sigur á Englandsmeisturum Chelsea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í dag. 

Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir Bunley sem lék á als oddi gegn tíu leikmönnum Chelsea en Gary Cahill fékk að líta beint rautt spjald eftir aðeins 14 mínútur. Sam Vokes skoraði tvö mörk og Stephen Ward eitt. 

Chelsea kom mun sterkara til leiks í síðari hálfleik og með innkomu Álvaro Morata í sínum fyrsta leik tókst liðinu að minnka muninn í 3:2. Morata byrjaði á að minnka muninn í 3:1 á 69. mínútu, tíu mínútum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Hann lagði svo upp mark á David Luiz á 88. mínútu, þrátt fyrir að Ces Fábregas hafi fengið að líta rauða spjaldið skömmu áður. 

Nær komust níu leikmenn Chelsea hins vegar ekki og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru komnir með þrjú stig á töfluna. Jóhann Berg spilaði fyrstu 75 mínútnar í liði Burnley. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Leikmenn Burnley höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna í ...
Leikmenn Burnley höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna í dag. AFP
Chelsea 2:3 Burnley opna loka
90. mín. Leik lokið Burnley heldur út og fær stigin þrjú. Þvílíkur leikur!
mbl.is