Leikir liðanna ávallt sérstakir

Juan Mata fagnar marki sínu fyrir Manchester United gegn Crystal ...
Juan Mata fagnar marki sínu fyrir Manchester United gegn Crystal Palace um síðustu mánaðamót. AFP

„Þetta er stærsti leikur hvers keppnistímabils á Englandi. Það eru að allir að ræða þennan leik allt árið og minna þig á mikilvægi þess að vinna Liverpool. Stuðningsmenn stöðva þig úti á götu og láta þig vita hversu mikilvægt það er að hafa betur í þessum leik og andrúmsloftið á æfingasvæðinu verður spennuþrungið í aðdraganda leiksins,“ sagði Juan Mata, sóknartengiliður Manchester United í samtali við Skysports, en Manchester United heimsækir Liverpool á Anfield í hádeginu á morgun.

mbl.is