Ætlar að selja Newcastle fyrir jól

Mike Ashley (til hægri)
Mike Ashley (til hægri) AFP

Hinn vafasami Mike Ashley ætlar að selja enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United fyrir jól. Þetta staðfesti samstarfsmaður hans í samtali við Sky Sports í dag. Ashley er ansi óvinsæll á meðal stuðningsmanna Newcastle, en hann keypti félagið á um 134 milljónir punda árið 2007. 

„Okkar tilfinning er sú að við höfum gert allt sem við getum gert. Það er því best fyrir alla að breyta til. Okkar markmið í augnablikinu er að sjá hvort við finnum nýjan eiganda fyrir jól, eiganda sem getur farið með félagið á næsta stig," sagði Andrew Henderson, lögfræðingur St James Holdings, fyrirtækis sem Ashley á. 

Ashley hefur áður ætlað að selja félagið. Félagið var til sölu árið 2009 en Ashley hætti við þar sem hann fann ekki kaupanda sem hann treysti. 

mbl.is